Grótta með sigra

Arni og Einar gegn ThrottiUm helgina fórum fram tveir leikir hjá mfl. karla og kvenna.

Karlalið Gróttu fór á föstudagskvöldið í heimsókn í laugardalinn og náði þar í góð 2 stig gegn ungu liði Þróttar, hálfleikstölur voru 20-11 fyrir Gróttu og endaði leikurinn með stórsigri 21-39.

Grótta heldur því toppsætinu í 1.deildinni með 18 stig eftir 9 umferðir

Markahæstir í liði Gróttu:
Viggó Kristjánsson 12 mörk
Kristján Karlsson 6 mörk

Í dag fór svo fram leikur Gróttu og KA/Þór í Olísdeild kvenna, fyrir leikinn var lið Gróttu í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eftir 9 umferðir og KA/Þór var í 11 sæti með einungis 2 stig. Grótta sigldi fljótt fram úr í dag og voru með örugga forystu í Hálfleik 16-5, Grótta silgdi svo sigrinum heim og uppskar 11 marka sigur 32-21.


left direction
right direction

Flýtileiðir