Glæsilegur sigur Gróttu á Víkingi

Grotta vikingurEkk­ert virðist geta stöðvað Viggó Kristjáns­son og sam­herja hans í Gróttu í keppn­inni í 1. deild karla í hand­knatt­leik í íþrótta­hús­inu á Seltjarn­ar­nesi. Á mánudagskvöld unnu þeir Vík­inga, sem eru í öðru sæti deild­ar­inn­ar, á sann­fær­andi hátt á heima­velli, 26:24, en jafnt var í hálfleik, 13:13. 

Grótta hef­ur þar með enn fullt hús stiga í deild­inni, nú 22 stig að lokn­um 11 leikj­um. Vík­ing­ur er í örðu sæti fjór­um stig­um á eft­ir. Fjöln­ir er í þriða sæti með 15 stig. 

Viggó átt enn einn prýðis­leik­inn með Gróttu í kvöld. Hann skoraði átta mörk en Viggó hef­ur verið aðsóps­mik­ill í síðustu leikj­um liðsins.  Eyjamaður­inn Ein­ar Gauti Ólafs­son var marka­hæst­ur hjá Vík­ingi í kvöld með fimm mörk ásamt Agli Björg­vins­syni. 

Mörk Gróttu: Viggó Kristjáns­son 8, Kristján Þór Karls­son 5, Aron Val­ur Jó­hanns­son 4, Aron Dag­ur Páls­son 3, Árni Bene­dikt Árna­son 2, Þrá­inn Orri Jóns­son 2, Hreiðar Örn Zoega 1, Þórir Jök­ull Finn­boga­son 1. 

Mörk Vík­ings: Ein­ar Gauti Ólafs­son 5, Eg­ill Björg­vins­son 5, Jó­hann Reyn­ir Gunn­laugs­son 4, Arn­ar Freyr Theo­dórs­son 3, Hjálm­ar Þór Arn­ars­son 3, Hlyn­ur Ótt­ars­son 2, Jó­hann Bragi Haf­steins­son 1, Ægir Hrafn Jóns­son 1.

Undirsíður

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - Valur olís deild kvenna (Lau, 14. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir