Sumarstarf

Merki GróttuSumarstarf Gróttu hefst um leið og skóla lýkur hérna á Nesinu. Allar deildir félagsins bjóða upp á námskeið í sumar en fimleikadeild og knattspyrnudeild bjóða upp á námskeið strax í júní. Knattspyrnunámskeiðin halda áfram sleitulaust til loka júlí en í ágúst eru það handknattleiksdeild og fimleikadeild sem bjóða upp á námskeið. Nánar um sumarnámskeið Gróttu hérna í fréttinni

 

 Sumarstarf Gróttu sumarið 2014

Knattspyrnudeild:
Knattspyrnuskóli 

-fyrir krakka fædd 2004 til 2008

Knattspyrnuskóli Gróttu hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og er einn af fáum skólum sem fengið hefur gæðavottun KSÍ. Í sumar verður knattspyrnuskólinn fyrir krakka fædd á árunum 2004 til 2008 en það eru krakkar sem verða í 1.-5. bekk næsta haust. Knattspyrnuskólinn er frá kl. 9:00-12:00 frá mánudegi til föstudags. Lögð verður áhersla á að kenna grunnþætti knattspyrnunnar með skemmtilegum leikjum og æfingum. Margt verður til gamans gert, m.a. munu þekkt andlit kíkja í heimsókn en að auki verða margs konar keppnir s.s. HM, vítakeppni og knattþrautir. Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Magnús Örn Helgason og auk hans verða aðalleiðbeinendur þeir Bjarki Már Ólafsson og Jóhannes Hilmarsson.

Knattspyrnuskóli Gróttu fyrir krakka í 8.flokki., 7.flokki og 6.flokki.

Námskeið 1         6. júní - 20. júní   verð kr. 7.500
Námskeið 2.      23. júní -   4. Júlí   verð kr. 7.500
Námskeið 3         7. júlí -  18. júlí    verð kr. 7.500
Námskeið 4       21. júlí – 1.ágúst   verð kr. 7.500


Systkinaafsláttur er 10%.

Námskeiðið fer fram á gervigrasvellinum og er tekið á móti börnunum frá kl. 8:00.

Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra (grotta.felog.is) en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, grottasport.is eða í síma .

Foreldrar athugið! Börnum er boðið upp á að sameina leikjanámskeið og knattspyrnuskólann (allur dagurinn) en foreldrar þurfa að skrá börnin á bæði námskeiðin. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 12:00-13:00. Börn sem eru á leikjanámskeiði og hafa áhuga á að komast í knattspyrnuskólann geta með þessu móti slegið tvær flugur í einu höggi.

  

Knattspyrnuakademía 
-fyrir krakka fædd 2000 til 2003


Í sumar verður boðið upp á sérstaka knattspyrnuakademíu fyrir stráka og stelpur í 4. og 5.flokki en það eru krakkar sem voru að klára 5.-8. bekk í vor. Æft verður fjórum sinnum í viku fyrir hádegi í 6 vikur. Hægt er að vera á námskeiðinu í viku og viku. Æfingarnar verða að mörgu leyti öðruvísi en hefðbundnar fótboltaæfingar en meðal annars verður farið í tækni, leikfræði, og annað tengt fótboltanum en hverri viku er helgað sérstakt þema. Krakkarnir æfa þá tvisvar á dag með hefðbundnum æfingum en æfing að morgni til gæti verið fyrirlestur eða tækniæfing útá velli. Góðir gestir og atvinnumenn munu koma í heimsókn og ræða við krakkana um hin ýmsu málefni. Aðalatriðið er að krakkarnir fái öðruvísi kennslu í knattspyrnu og aðra sýn á íþróttina.

Æft verður mánudaga til fimmtudaga frá 10:30-12:00.

Verð fyrir 6 vikur er kr. 20.000- en einstök vika kostar kr. 4.200-. Systkinaafsláttur er 10%.  Námskeiðið hefst þriðjudaginn 10. júní kl. 10:00. Námskeiðinu lýkur svo fimmtudaginn 17. júlí.  

Skólastjóri verður Magnús Örn Helgason og auk hans verða aðalleiðbeinendur þeir Bjarki Már Ólafsson og Jóhannes Hilmarsson.

Veittur er 10% systkinaafsláttur. Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform Gróttu, Nóra (https://grotta.felog.is)

Nánari upplýsingar í júlí á heimasíðu félagsins,https://grottasport.is/




Handknattleiksdeild: 

Handboltaskóli Gróttu verður starfræktur í 3 vikur í sumar, 5. - 22. ágúst fyrir börn fædd frá og með 2008. Í handboltaskólanum verður börnum skipt niður eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers aldurs fyrir sig. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa. Þjálfarar og leikmenn meistaraflokka munu sjá um þjálfun auk annarra góðra gesta.  Byrjendur eru velkomnir.

Skólinn verður frá  kl. 9:00-12:00 en boðið verður upp á gæslu frá  kl. 8:15 og að skóla loknum til kl. 13:00. 

Enn fremur verður verður sérstakur afreksskóli fyrir eldri flokkana þar sem meiri kröfur eru gerðar til þátttakenda. Þær æfingar verða samtvinnaðar með fyrirlestrum og öðru áhugaverðu.

Handboltaskólunum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 22.ágúst.
Verð:


1.vika - 4.800 kr (5.-8.ágúst)
2.vika - 6.000 kr (11.-15.ágúst)
3.vika - 6.000 kr (18.-22.ágúst)


Allar vikurnar - 13.500 kr

Veittur er 10% systkinaafsláttur. Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform Gróttu, Nóra (https://grotta.felog.is)

Nánari upplýsingar í júlí á heimasíðu félagsins,https://grottasport.is/.



Fimleikadeild:

Fimleikadeild Gróttu verður með fimleikaskóla fyrir 7-9 ára krakka (f.2) í júní og ágúst.  Námskeiðin verða frá kl. 9-16 alla virka daga en standa yfir í 2 vikur í senn.  Lögð verður áhersla á fimleika ásamt leikjum, sundferðum og fleiru.  Námskeiðið verður í höndum Guðrúnar Jónu Stefánsdóttur þjálfara deildarinnar ásamt aðstoðamönnum sem einnig koma úr þjálfarahóp deildarinnar.  Boðið verður upp á gæslu frá kl. 8:00 þar til námskeið hefst að kostnaðalausu.

Námskeiðin eru sem hér sgir

10. júní – 13. júní kr. 12.000

16. júní  - 20. júní kr. 12.000

11. ágúst  - 15. ágúst  kr. 15.000

18. ágúst  - 22. ágúst  kr. 15.000



 Veittur er 10% systkinaafsláttur. Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform Gróttu, Nóra (https://grotta.felog.is)

Nánari upplýsingar í júlí á heimasíðu félagsins,https://grottasport.is/





  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - Valur olís deild kvenna (Lau, 14. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir