Glæsileg uppskeruhátíð

 

Kristófer ísbjarnarb 2014Þriðjudaginn 30. september fögnuðu iðkendur knattspyrnudeildar góðu knattspyrnusumri á uppskeruhátíð deildarinnar í Félagsheimili Seltjarnarness. Yngstu iðkendurnir fengu viðurkenningu fyrir þátttöku í fótboltanum en veitt voru einstaklingsverðlaun í eldri flokkum. Kristófer Orri Pétursson hlaut Ísbjarnarbikarinn og þá var Harpa Frímannsdóttir kvödd með blómvendi eftir þriggja ára starf hjá knattspyrnudeildinni. 2. -4. fokkur kvenna tók þátt í uppskeruhátíð KR en Grótta og KR eru með samtarf í þessum flokkum kvenna.

Hér að neðan má sjá myndir af uppskeruhátíðinni


Nettó Gróttudagur og uppsk.fótb2014 045

6. flokkur kvenna

5. fl. kvk 2014
5. flokkur kvk: Jóhannes Hilmarsson þjálfari með þeim verðlaunahöfunum Lovísu Scheving og Katrínu Sigurbergsdóttur

5. fl. kk 2014
5. flokkur kk: Valdimar ásamt Arnþóri Páli, Óskari, Eðvald og Degi

4. fl. kk 2014
4. flokkur kk: Árni Guðmundsson þjálfari ásamt verðlaunahöfunum Þórði og Jóhanni

6. fl.kk 2014-pétur
Pétur Már Harðarson leikmaður meistaraflokks hengi medalíur á strákana í 6. flokki. Pétur er einmitt nýr þjálfari 6. flokks Gróttu

6. fl.kk 2014 Gummi
Guðmundur Marteinn Hannesson fyrirliði meistaraflokks lætur strákana í 6. flokki fá viðurkenningar

Undirsíður

left direction
right direction

Flýtileiðir