Um kraftlyftingadeild

Upphaf Kraftlyftingadeildar Gróttu má rekja til áhugasamra aðila sem vildu keppa undir merkjum síns félags, Gróttu í kraftlyftingum. Þetta voru aðilar af Seltjarnarnesi sem höfðu aðallega keppt undir merkjum Ármanns. Formlegt erindi barst aðalstjórn Gróttu og tók hún málið fyrir á fundi 8.ágúst 2011. Aðalstjórn tók vel í málið og þá var hafist handa að stofnun kraftlyftingadeildar félagsins. Það var síðan mánudaginn 28.nóvember sem deildin var formlega stofnuð á stofnfundi hennar. Fyrir þann tíma höfðu forsvarsmenn verðandi deildar og aðalstjórn Gróttu fundað og undirritað viljayfirlýsingu og samning þeira á milli.

Um þessar mundir eru 63 félagsmenn í deildinni og fer þeim ört fjölgandi. Frábær árangur hefur náðst á fyrsta starfsári deildarinnar en keppendur Gróttu hafa sankað að sér verðlaunum á mótum vetrarins.

  • Á döfinni

  • Grótta TV

  • Grótta - Valur olís deild kvenna (Lau, 14. feb)
  • Fram - Grótta Olís deild kvenna (Lau, 21. feb)
  • Grótta - Selfoss Olís deild kvenna (Mið, 04. mar)
  • Grótta - FH Olís deild kvenna (Lau, 07. mar)
Meira...
left direction
right direction

Flýtileiðir