Mílanó Meistaramót FSÍ fór fram á laugardaginn í Versölum í Kópavogi. Tíu Gróttustúlkur kepptu á mótinu og stóðu sig vel. Nanna Guðmundsdóttir sigraði á gólfi í unglingaflokki. Í stúlknaflokki varð Sunna Kristín Gísladóttir í 2. sæti á stökki og Laufey Birna Jóhannsdóttir í 3. sæti á gólfi.

Fimleikavorur.is er styrktaraðili mótsins og fengu verðlaunahafar í fjölþraut gjafabréf frá þeim í verðlaun. Í versluninni sem að Fimleikavorur.is eru með á Hallveigarstíg 10a er hægt að nálgast fimleikafatnað, ólar og fleira. Landslið Íslands í áhaldafimleikum keppir í Milano fimleikafatnaði.

Elín Birna Hallgrímsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir og Þórunn Anna Almarsdóttir kepptu í unglingaflokki. Nanna sigraði á gólfi og Elín Birna Hallgrímsdóttir varð sjötta á stökki þar sem að aðeins munaði 0,15 stigum að hún kæmist á verðlaunapall.

Í stúlknaflokki kepptu sjö Gróttustúlkur. Bríet Bjarnadóttir, Fjóla Guðrún Viðarsdóttir, Katrín Aradóttir, Katrín Sigurðardóttir, Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir og Sunna Kristín Gísladóttir. Sunna Kristín varð í 2. sæti á stökki og Laufey Birna í 3. sæti á gólfi.

Keppendur Gróttu í stúlknaflokki: Katrín A., Bríet, Fjóla Guðrún, Sóley, Sunna Kristín, Katrín A. og Laufey Birna.
Þórunn og Nanna kepptu í unglingaflokki.