Stigameistarar voru krýndir um helgina á Mílanó Meistaramótinu sem að var síðasta FSÍ mótið í áhaldafimleikum á þessu keppnistímabili. Nanna Guðmundsdóttir varð Stigameistari FSÍ í unglingaflokki kvenna. Verðlaunin eru veitt fyrir samanlögð fjölþrautarstig á þremur FSÍ mótum á keppnistímabilinu.

Mótin sem að telja til stiga eru Bikarmót, Íslandsmót og Mílanómeistaramót. Nanna varð í 2. sæti í fjölþraut á Bikarmótinu, 1. sæti á Íslandsmótinu og 4. sæti á Mílanómeistaramótinu. Glæsilegur árangur hjá Nönnu á þessu keppnistímabili.