Um helgina fór fram árlegt Mínervumót Fimleikafélagsins Bjarkar, mótið er til minningar um Mínervu Jónsdóttur sem var einn af stofnendum félagsins. Grótta sendi alls 55 keppendur á mótið, samtals sex lið í 5. og 6. þrepi og níu keppendur í 3. og 4. þrepi. Gróttustúlkur komu heim með einn bikar og fjölmörg önnur verðlaun af mótinu. Lið Gróttu í 5. þrepi eldri í flokki þeirra sem að hafa keppt á FSÍ móti sigraði, auk þess komust þrjú önnur Gróttulið á verðlaunapall í sínum flokkum. Hildur Arnaldsdóttir sigraði í 4. þrepi 11-12 ára og Jóhanna Kolbrún Einarsdóttir varð í 3. sæti í 4. þrepi 12-13 ára.

Fyrsti hluti mótsins fór fram fyrir hádegi á laugardaginn og var keppt í 6. þrepi. Grótta var með tvö lið í 6. þrepi yngri og eitt lið í 6. þrepi eldri. Grótta gulur varð í 2. sæti í 6. þrepi yngri, í liðinu voru þær Freyja, Hrafnhildur, Isabel, Ísól, Lísbet Freyja og Sif. Grótta rauður varð í 5. sæti í þessum sama flokki, í liðinu voru þær Arndís Rut, Hekla Petronella, Hildur Eva, Kristín Sædís, Linda Ýr og Úlfhildur Lokbrá. Lið Gróttu í 6. þrepi eldri stóð sig einnig vel, í liðinu voru þær Álfheiður, Ásthildur, Dísa María, Ísold Arna, Katrín Katla, Margrét Freyja, Natalía, Rakel María, Sigrún Edda, Þórdís og Thelma.

Eftir hádegi á laugardaginn var keppt í 5. þrepi í tveimur flokkum, flokki þeirra sem að hafa keppt á FSÍ móti og í flokki þeirra sem að hafa ekki keppt á FSÍ móti. Grótta sigraði í 5. þrepi FSÍ, Ármann varð í 2. sæti og Stjarnan í 3. sæti. Arna, Bergdís Katla, Brynhildur, Diljá, Margrét Lára, Margrét Þurý og Sara voru í sigurliðinu og fengu bikar í verðlaun. Grótta varð í 2. sæti í 5. þrepi ekki FSÍ, Keflavík sigraði og Fimak varð í 3. sæti. Í silfurliðinu voru þær Elín Helga, Gígja, Katla Helga, Kristín Dóra, Sigríður Jóna og Sunna.

Á sunnudagsmorgunin var keppt í 5. þrepi létt. Í liði Gróttu voru þær Agnes Sólbjört, Arna Liv, Auður, Emilía Mist, Freyja, Hrafnhildur, Karitas Guðrún og Sæunn Lív. Þær stóðu sig vel og varð liðið þeirra í 2. sæti, en lið Keflavíkur varð í 1. sæti og lið Stjörnunnar í 2. sæti.

Í síðasta hluta mótsins var einstaklingskeppni í 3. og 4. þrepi í mismunandi flokkum. Þær Ragnheiður Ugla, Saga, Selma Katrín og Silja Björk voru að keppa á sínu fyrsta móti í 3. þrepi og stóðu sig vel. Selma Katrín Ragnarsdóttir varð í 4. sæti í fjölþraut og á slá.

Í 4. þrepi 12-13 ára varð Jóhanna Kolbrún Einarsdóttir í 3. sæti í fjölþraut og á stökki, auk þess sigraði hún á gólfi. Viktoría Ósk Kjærnested varð í 3. sæti á slá í þessum flokki. Helena Sólrún Oddsdóttir Holt keppti í 4. þrepi 10-11 ára og varð í 2. sæti á gólfi og 3. sæti á tvíslá. Hildur Arnaldsdóttir varð í 1. sæti í fjölþraut, á tvíslá og á gólfi og í 4. sæti á slá í 4. þrepi 11-12 ára í flokki þeirra sem að voru að keppa í fyrsta skipti í þessu þrepi. Hanna María Hannesdóttir varð í 2. sæti á slá og 4. sæti á stökki í þessum sama flokki.

Þjálfarar stúlknanna eru þau Anna Sóley Jensdóttir, Fanney Hauksdóttir, Gabriella Belányi, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Karen Hilma Jónsdóttir, Matthildur Óskarsdóttir, Mist Þormóðsdóttir, Sesselja Järvelä, Tinna Rut Traustadóttir og Zoltan Kiss. Við óskum öllum stúlkunum og þjálfurunum til hamingju með góðan árangur á þessu síðasta áhaldafimleikamóti keppnistímabilsins.

ÚRSLIT MÓTSINS

Sigurvegarar í 5. þrepi: Margrét Þurý, Brynhildur, Diljá, Bergdís Katla, Arna, Margrét Lára og Sara.

Silfur í 5. þrepi: Diljá, Katla, Gígja, Elín, Sigríður Jóna og Sunna.
Gróttustúlkur í 6. þrepi yngri.
Gróttustúlkur í 6. þrepi eldri.
Hildur Arnaldsdóttir varð í 1. sæti í 4. þrepi 11-12 ára.
Selma Katrín Ragnarsdóttir varð í 4. sæti í 3. þrepi.