Helgina 16.-17. maí fór fram Subwaymótið í hópfimleikum á Egilsstöðum, alls tóku um 600 keppendur frá þrettán félögum þátt í mótinu þar af þrjátíuogtvær Gróttustúlkur á aldrinum 10-13 ára. Grótta var með tvö lið í 3. flokki B og eitt lið í 4. flokki B.

Stúlkurnar í 4. flokki B voru að keppa á sínu fyrsta FSÍ móti. Í liðinu voru þær Arna María, Elísa, Elín Lilja, Elín María, Erla, Eva María, Ingunn, Íris Erla, Ísabella, Katrín, Kristín Agnes og Svava. Þær urðu í 7. sæti í samanlögðu, hæsta einkunninn þeirra var á gólfi 12,766 þar sem að þær lentu í 5. sæti.

Í 3. flokki B kepptu Grótta 1 og Grótta 2. Grótta 2 sem einnig var að keppa í fyrsta skipti á FSÍ móti varð í 7. sæti. Í liðinu voru þær Anika, Anna Sjöfn, Birna Júlía, Elín Eir, Erna, Guðrún Þóra, Harpa Lóa, Lóa, María Mínerva, Salka, Selma og Tinna Rán. Þær fengu sína bestu einkunn á gólfi 11,5 og lentu í 5. sæti.

Þær Arndís, Auður Eygló, Bryndís, Bryndís Marta, Guðbjörg, Helga María, Ingibjörg, Patricia og Sara Berglind mynduðu liðið Grótta 1. Þær urðu í 9. sæti í samanlögðu, þær stóðu sig best á dýnu og fengu einkunnina 10,383 og fimmta sætið á áhaldinu.

Þjálfarar stúlknanna eru þær Fanney Magnúsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ólöf Línberg Kristjánsdóttir og Rósey Kristjánsdóttir. Við óskum þeim og stúlkunum til hamingju með veturinn, en stúlkurnar hafa mætt vel á æfingar og tekið miklum framförum í fimleikaæfingunum sínum.

Stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessari ferð austur og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þær flugu austur og gistu í skóla alla helgina. Á föstudagskvöldinu var kvöldvaka þar sem að allir gátu sýnt atriði sem þær gerðu. Þetta var mjög vel heppnuð og skemmtilega helgi sem að er góður endir á þessu keppnistímabili.