8. flokkur karla og kvenna tók þátt í VÍS-mótinu í Laugardal í morgun. Gróttukrakkarnir stóðu sig með mikilli prýði en sumir voru að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti. Í fyrsta sinn tefldi Grótta fram 8. flokks liðum sem voru eingöngu skipuð stelpum og eins og sjá má var stemningin í góðu lagi. Aðstoðarþjálfararnir ungu Kristófer Orri Pétursson og Kristófer Scheving eru með krökkunum á þessum skemmtilegu myndum.