Lárus Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari 6. flokks karla nk. keppnistímabil. Lárus þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki en hann leikur einmitt með meistaraflokksliði Gróttu sem undirbýr sig af krafti fyrir átökin í Olís deild karla næsta vetur.

Lárus sá um markmannsþjálfun yngri flokka í vetur og þjálfaði 6. flokk síðast fyrir tveimur árum. Hann var jafnframt annar af tveimur þjálfurum 4. flokks karla sem urðu Íslandsmeistarar árið 2014.

Handknattleiksdeild Gróttu er gríðarlega ánægð með að hafa gengið frá ráðningu Lárusar á 6. flokk karla. Það verður spennandi að fylgjast með hans störfum næsta vetur og framgangi flokksins.