Þráinn Orri Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari 6.flokks kvenna á næsta keppnistímabili. Þráinn er mikill Gróttumaður en hann er leikmaður meistaraflokks karla. Þráinn hefur áður komið að þjálfun hjá Gróttu en hann var í þjálfarteymi 5.flokks kvenna og 6.flokks karla á árum áður.

Þráinn Orri er að hefja nám í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og mun án efa koma með ferska vinda inn í þjálfaraflóru Gróttu.

Handknattleiksdeild Gróttu er feykilega ánægð með að fá Þráinn inn í þjálfarahópinn sinn og væntir mikils af honum á næstu leiktíð. Stelpurnar í 6.flokki kvenna hefja æfingar samhliða skólabyrjun í haus