Handknattleiksdeild Gróttu hefur skrifað undir samning við Vilhjálm Geir Hauksson. Um er að ræða lánssamning frá Haukum þar sem Villi varð Íslandsmeistari með á dögunum. Vilhjálmur Geir þekkir vel til Nessins en hann hefur leikið alla tíð með Gróttu að undanskilinni seinustu leiktíð.
Villi er 21 árs gamall hornamaður og er þekktur fyrir mikinn hraða og snerpu. Hann skoraði 35 mörk í Olísdeildinni seinasta vetur. Vilhjálmur lék með hinum sigursæla 1994-árgangi Gróttu en þeir urðu nokkrum sinnum Íslandsmeistarar í yngri flokkunum.

Handknattleiksdeild Gróttu er gríðaránægð með að krækja í Vilhjálm Geir og vonar að hann eigi eftir að standa sig vel