Undankeppni Hnátumóts KSÍ (6. flokkur kvk) fór fram í dag og var einn riðill leikinn á Vivaldivellinum. HK, Selfoss, Þróttur Vogum og ÍBV komu í heimsókn og var leikið í A, B, C og D-liðum. Mótshaldið gekk vonum framar, tímasetningar stóðust upp á mínútu og kaffisalan var fyrsta flokks hjá foreldrunum í 6. flokki. Pétur Rögnvaldsson var mótsstjóri og starfsmenn knattspyrnuskólans dæmdu leikina af mikilli röggsemi. A-lið Gróttu fór áfram í úrslitakeppnina með fullt hús stiga en hin liðin áttu einnig flotta leiki. Hér fagna Emelía og Bjarki Már marki en Eyjólfur Garðarsson stórljósmyndari á heiðurinn af þessari flottu mynd.