34 Gróttustrákar héldu galvaskir á Orkumót (Shellmót) í Eyjum í dag en sú mikla fótboltaveisla hefst í bítið í fyrramálið. Eyjamótið er af mörgum talið flottasta fótboltamót landsins og er andrúmsloftið oft sem sveipað töfrum. Fréttastofa Gróttusport gróf upp Shellmótsblað frá 1998 Shellmótsblað þar sem mátti finna mynd af engum öðrum en Pétri Má Harðarsyni, þjálfara 6. flokks Gróttu, þar sem hann var 9 ára gamall á sína fyrra Shellmóti. Í treyju númer 9 og til í slaginn. Við óskum Gróttuhópnum góðs gengis og góðrar skemmtunar í Eyjum!