Símamótið var sett með látum í kvöld en tæplega 2000 stelpur frá öllum landshornum munu um helgina koma saman í Kópavoginum og keppa í fótbolta. 55 Gróttustelpur mæta galvaskar til leiks en 7. flokkur verður með þrjú lið, 6. flokkur þrjú lið og 5. flokkur tvö lið. Gróttu-Snapchattið verður að sjálfsögðu á sínum stað og hvetjum við fólk til að bæta „Grottasport“ við á Snapchat til að fylgjast með fjörinu í Kópavoginum.

Gangi ykkur vel stelpur!