Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn sem þjálfari 4.flokks kvenna á næstu leiktíð. Davíð þekkja flestir sem koma að félaginu en hann hefur þjálfað samfleytt hjá Gróttu í 10 ár með góðum árangri. Auk þess að vera aðalþjálfari 4.flokks kvenna mun hann aðstoða Guðmund Árna Sigfússon með 3.flokk kvenna. Báðir flokkarnir verða nokkuð fjölmennirnir á næstu leiktíð en um 20 stúlkur munu skipa hvorn flokk fyrir sig. Í þessum hópi stúlkna má finna fjölmargar efnilega handboltaleikmenn sem eiga án efa eftir að blómstra á næstu árum.

Handknattleiksdeild Gróttu fagnar því mjög að Davíð þjálfi áfram hjá félaginu en hann lék með yngri flokkum félagsins ásamt því að leika 144 leiki með meistaraflokki áður en hann lagði skóna á hilluna.

David_Hlodver_Thjaflari_Grotta