Eva Björk Davíðsdóttir hefur verið ráðinn þjálfari 6.flokk kvenna á næstu leiktíð. Eva Björk er 21 árs gömul og er leikmaður meistaraflokks kvenna hjá félaginu þar sem hún varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Eva Björk hefur mikinn áhuga og metnað fyrir komandi vetri með stúlkunum sem skipa 6.flokk kvenna. Eva Björk mun þreyta frumraun sína sem aðalþjálfari í vetur en hún hefur áður þjálfað í handboltaskóla Gróttu og sinnt aðstoðarþjálfun hjá félaginu.

Handknattleiksdeild Gróttu er þess handviss um að hún eigi eftir að standa sig vel og verði farsæll þjálfari hjá deildinni. Fyrr í sumar var búið að tilkynna Þráin Orra sem þjálfara stúlkanna en sökum anna varð hann frá að hverfa. Æfingar hjá 6.flokki kvenna hefjast á sama tíma og skólabyrjun á Seltjarnarnesinu eða í kringum 24.ágúst næstkomandi.