Skráning í fimleika fyrir veturinn er í fullum gangi og lýkur skráningu þann 15. ágúst. Til þess að tryggja pláss í fimleikunum er mikilvægt að skrá á tilsettum tíma og greiða staðfestingargjald.

Staðfestingargjaldið (10.000.- kr) er óafturkræft en dregst frá æfingagjaldi næsta vetrar.

Æfingar hefjast 1. september, upplýsingar um æfingatíma og þjálfara verða sendar út í lok ágúst.

Verðskrá fimleikadeildar er á heimasíðunni. Alla jafna æfa börn fædd 2009-2010 og byrjendur 2 x 60 mínútur á viku. Iðkendur fæddir 2008 og fyrr sem að hafa verið hjá okkur áður æfa 2 x 80 mínútur á viku eða meira.

Skráning fer fram hér: https://grotta.felog.is/