Strákarnir í 5. flokki gerðu góða ferð á Olísmótið á Selfossi um liðna helgi. A- og D-liðin komust í A-úrslit eftir hraðmót á föstudegi en B- og C-liðin máttu sætta sig við B-úrslitin. Öll liðin áttu glimrandi góða kafla á mótinu og unnu flotta sigra með góðum fótbolta. Veðrið lék við mótsgesti tvo daga af þremur og komu allir sælir heim seinni part sunnudags.

Hér má sjá liðsmyndir sem má finna hér í góðri upplausn: http://www.draumalidid.is/mot/181/2