Þessa dagana fer fram Handboltaskóli Gróttu og Hertz en hann hefur farið fram undanfarin ár við góðan orðstír. Mikil og góð þátttaka er í skólanum þetta árið en núna er vika 2 tæplega hálfnuð og eru þátttakendur 105 talsins þessa vikuna. Farið er í grunnatriði handknattleiks með skemmtilegum æfingum og leikjum þannig að allir þátttakendur fái að njóta sín. Þeir krakkar sem eru að fara í 1. – 6.bekk næsta haust eru í skólanum fyrir hádegi en sérstakur afreksskóli er eftir hádegi fyrir þá krakka sem verða í 4. og 5.flokki næsta vetur.

Það eru Andri Sigfússon og Viggó Kristjánsson sem halda utan skólann og sjá um þjálfun auk annarra þjálfara. Það má því með sanni segja að líflegt sé um að litast í íþróttahúsinu þessa dagana.