Eins og flestir vita er U19 ára landslið karla í handbolta að leika á HM í Rússlandi þessa dagana. Liðið hefur staðið sig frábærlega hingað til og unnið alla sína leiki til þessa. Á morgun, miðvikudag leikur liðið til undanúrslita gegn frábæru liði Slóvena kl. 10:30 að íslenskum tíma. Gróttumaðurinn Aron Dagur Pálsson er í Rússlandi og leikur stórt hlutverk fyrir liðið.