Skráning í alla flokka handknattleiks-. og knattspyrnudeildar veturinn 2015-2016 er hafin.

Hægt er að fara inn á vef félagsins grotta.felog.is og skrá i í alla flokka í boltagreinum. Forskráning fimleikadeildarinnar hófst í vor og lauk 15. ágúst og er hægt að skrá á biðlista núna. Enn er hægt að skrá í stubbafimi fyrir 3-4 ára.

Vinsamlegast athugið að endurskrá þarf öll börn í allar deildir félagsins nú í haust og ganga frá greiðslum. Æfingatöflur koma á næstu dögum hér inn á heimasíðu félagsins og ný verðskrá æfingagjalda er komin inn.