Skemmtileg styrktar- og liðleikaþjálfun fyrir íþróttakrakka á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðið verður 8 vikur (október og nóvember) og kennt verður á miðvikudagskvöldum klukkan 19-20 í fimleikasalnum í Gróttu.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að en um er að ræða tilraunaverkefni sem mikið hefur verið kallað eftir. Ef vel gengur er stefnan að taka upp þráðinn eftir áramót.

Verð: 10.000,-
Þjálfari: Anna Kristrún Gunnarsdóttir

Skráning fer fram inn á https://grotta.felog.is/