Síðastliðið miðvikudagskvöld hóf Fimleikadeild Gróttu námskeið fyrir 8-12 ára krakka í styrktar- og liðleikaþjálfun. Námskeiðið er tilraunverkefni sem mikið hefur verið kallað eftir af aðilum innan félagsins. Það er sjúkraþjálfarinn Anna Kristrún Gunnarsdóttir sem heldur utan um verkefnið. Æfingar fara fram á miðvikudagskvöldum á milli kl. 19.00 og 20.00 í fimleikasal Gróttu.

Það voru 16 krakkar sem mættu á fyrstu æfinguna og mikið líf og fjör í salnum. Vel var tekið á því á æfingunni og ljóst að áhugi krakkanna var mikill. Stefnt er að öðru námskeiði í styrktar- og liðleikaþjálfun eftir áramót.