Fimm ungir leikmenn hafa skrifað undir meistaraflokkssamninga við Gróttu.

Davíð Fannar Ragnarsson er vinstri bakvörður. Í október fór hann á reynslu til FK Jerv í Noregi. Bjarni Rögnvaldsson er miðjumaður. Davið Fannar og Bjarni eru báðir fæddir 1996 og eiga því sameiginlegt að hafa nýlokið vegferð sinni í gegnum yngri flokka. Báðir hafa þeir spilað leiki með meistaraflokki Gróttu.

Tvíburarnir Agnar og Dagur Guðjónssynir eru fæddir 1997. Agnar er sóknarmaður en Dagur hefur bæði spilað í sókn og bakverði. Agnar hefur spilað níu leiki með meistaraflokki Gróttu og Dagur tvo.

Kristófer Orri Pétursson er fæddur 1998 og spilar á miðjunni.

Leikmennirnir eru uppaldir hjá félaginu og hafa allir tekið þátt í úrtaksæfingum KSÍ. Samningarnir eru til tveggja ára.