Sunnudaginn 24. janúar fór fram Hello Kitty mót á vegum Fimleikadeildar Gróttu. Keppt var í 5., 6. og 7. þrepi Íslenska fimleikastigans og það voru alls 103 stúlkur sem tóku þátt á mótinu frá 5 félögum. Þær voru flestar að stíga sín fyrstu skref í fimleikakeppni og stóðu þær sig einstaklega vel.

Hér má sjá myndir sem voru teknar á mótinu en þeim er skipt upp í einstaklingsmyndir, liðsmyndir og mótsmyndir. Liðsmyndirnar er hægt að nálgast án endurgjalds í góðum gæðum með niðurhali, eða hægri smella á myndina og smella á „copy“

http://www.draumalidid.is/teams/199

Við viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem hjálpuðu okkur við framkvæmd mótsins.