Fimleikadeildin verður með fimleikaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2007-2010) í júní, júlí og ágúst.  Námskeiðin verða frá kl. 9:00-12:00 alla virka daga en standa yfir í viku í senn. Börnunum verður skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Lögð verður áhersla á fimleika ásamt leikjum og fleiru.  Börnin eiga að mæta á námskeiðið í fimleikafatnaði og með nesti.  Umsjón með námskeiðunum hefur Hrafnhildur Sigurjónsdóttir þjálfari fimleikadeildarinnar. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 8:30 – 9:00 og 12:00 – 12:30.

C_Hopur_Fimleikar

Námskeiðin eru sem hér segir

13. – 16. júní 9000 kr.

25. – 29. júlí 11.250 kr.

8. – 12. ágúst 11.250 kr.

Veittur er 10% systkinaafsláttur

Skráning hefst mánudaginn 25. apríl og fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/. Ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.