Forskráning fimleikadeildar Gróttu hefst 1. júní og stendur til 15. ágúst 2016 á meðan það eru laus pláss. Greiða þarf 10.000.-króna skráningargjald með kreditkorti þegar iðkandi er skráður. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjaldi næsta vetrar. Eftir 15. ágúst er hægt að skrá á biðlista. 

Fimleikar fyrir 5 ára og eldri:

Grunnfimleikar fyrir 5-8 ára stúlkur og drengi (f. 2008-2011).

Áhaldafimleikar fyrir stúlkur 8 ára og eldri (f. 2008 og fyrr).

Hópfimleikar og stökkfimi fyrir stúlkur og drengi 8 ára og eldri (f. 2008 og fyrr).

Fimleikar fyrir 3 og 4 ára (f. 2012-2013):

Það verða tvö námskeið fyrir 3-4 ára börn á laugardögum næsta vetur, september-nóvember og janúar-apríl. Skráning á fyrra námskeiðið hefst 1. ágúst 2015. Skráning á seinna námskeiðið hefst 1. desember.

Vinsamlegast athugið að það þarf að skrá iðkendur upp á nýtt fyrir hvert tímabil. Biðlisti síðasta tímabils fellur úr gildi.