Uppskeruhátíð handboltadeildar Gróttu var haldin hátíðleg 2.júní síðastliðin. Við þökkum fyrir frábært tímabil. Fyrir neðan eru ljósmyndir frá uppskeruhátíðinni. Ljósmyndir eru teknar af Eyjólfur Garðarsson

Við minnum svo á handboltaskóla Gróttu! Í sumar verður boðið upp á handboltaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 2. – 19. ágúst.
Í handboltaskólanum verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa.

Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.
Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00.
Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 19. ágúst.

Verð:
Vika 1 –  4.800  kr. (2. – 5. ágúst)
Vika 2 – 6.000  kr. (8. – 12. ágúst)
Vika 3 – 6.000  kr. (15. – 19. ágúst)

Ef allar vikur eru teknar kostar það kr. 14.700 kr.