Íþróttafélagið Grótta óskar eftir styrktarþjálfara fyrir elstu flokka handknattleiks- og knattspyrnudeildar. Í starfinu felst umsjón og skipulagning styrktarþjálfunar fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 14-20 ára, þ.e. 2.-4. flokkur í handbolta og 2.-3. flokkur í fótbolta auk samstarfs við þjálfara félagsins um styrktarþjálfun deildanna tveggja.

Um er að ræða þrjár æfingar á viku, 60 mínútur í senn. Æfingarnar fara fram seinni part mánudags og þriðjudags og gert er ráð fyrir að æfingar hefjist í byrjun ágúst og standi út aprílmánuð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson, íþróttastjóri Gróttu í síma 561-1133 eða á netfangið kari@grottasport.is

.cceimg