Íþróttafélagið Grótta óskar eftir starfsmönnum í íþróttahús Gróttu.

Grótta er staðsett á Seltjarnarnesi og innan vébanda þess eru fjórar deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og kraftlyftingadeild. Íþróttahús Gróttu samanstendur af tveimur íþróttasölum, fimleikasal auk búnings- og fundarherbergja, skrifstofuaðstöðu og veislusals.

Samanlagður fjöldi iðkenda er um 600 börn og ungmenni. Starfsmenn félagsins eru um 100 talsins, allflestir í hlutastörfum. Á skrifstofu félagsins starfa tveir starfsmenn í fullu starfi, framkvæmdastjóri og íþróttastjóri auk starfsmanna deilda sem sinna hlutastörfum. Hjá deildum félagsins starfa um 50 þjálfarar auk um 40 aðstoðarþjálfara. Stjórnarmenn deilda félagsins eru um 40 talsins.

Meginmarkmið Íþróttafélagsins Gróttu er að þjónusta alla félagsmenn á sem bestan hátt. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við þá fjölmörgu sem nýta sér þjónustu Gróttu dag hvern.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins Gróttu í leik og starfi. Dagleg þrif á íþróttahúsinu, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri og búningsklefum.

Hæfniskröfur

Áhugi á að vinna með börnum

Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð

Hæfni til að vinna í hóp

Vinnutími er breytilegur eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson í síma 561-1133 og tölvupósti kari@grottasport.is. Nánari upplýsingar um Íþróttafélagið Gróttu er að finna á www.grottasport.is.