Handboltaskóli Gróttu og Hertz 2016 fer fram í ágúst líkt og undanfarin ár. Skólinn hefur verið gríðarlega vinsæll undanfarin ár en frábærir þjálfarar koma að skólanum eins og áður. Skólinn stendur frá 2.ágúst til 19.ágúst en hægt er að skrá sig einstaka vikur á skráningarvef Gróttu.

Handboltaskólinn er ætlaður þeim krökkum sem ganga í 1. – 6.bekk næsta haust (f. 2010-2005). Allir eru velkomnir í skólann og eru byrjendur sérstaklega boðnir velkomnir. Skólinn er alla virka daga frá kl. 9:00-12:00 og boðið er upp á gæslu frá kl. 08:00 og til kl. 13:00. Í handboltaskólanum verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa.

Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 19.ágúst.

  • Vika 1 – 4800 kr (2. – 5.ágúst)
  • Vika 2 – 6000 kr (8. – 12.ágúst)
  • Vika 3 – 6000 kr (15. – 19.ágúst)

Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 14.700 kr.

Sérstakur afreksskóli er síðan fyrir þá krakka sem ganga í 7. – 10.bekk næsta haust (f. 2004-2001). Í þeim skóla er farið ítarlegar í handboltafræðin og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.

  • Vika 1 – 3750 kr (2. – 5.ágúst)
  • Vika 2 – 5000 kr (8. – 12.ágúst)
  • Vika 3 – 5000 kr (15. – 19.ágúst)

Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.500 kr

Skólastjóri skólanna er Andri Sigfússon íþróttafræðingur og þjálfari hjá deildinni en auk hans koma aðrir þjálfarar deildarinnar að þjálfuninni auk góðra gesta.

Innritun fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is en frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Gróttu eða í síma 561-1133.