Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum á aldrinum 3-4 ára. Þar er áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu með fjölbreyttum æfingum og á að hafa gleði og gaman. Kennt er á laugardagsmorgnum.

•Börn fædd 2013 eru frá kl. 09:40 – 10:30.
•Börn fædd 2012 eru frá kl. 10:30 – 11:30

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin eru án foreldra í tímunum og ekki er leyfilegt að horfa á tímana. Fyrstu tvo tímana er þó leyft að fylgjast með til að aðlaga börnin.

Skráning fer fram inn á grotta.felog.is og fyrsti tíminn er laugardaginn 3. september.