Þórir Bjarni Traustason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Þórir er 23 ára gamall Hafnfirðingur og hefur undanfarin tvö tímabilin leikið með ÍH í 1.deildinni. Þórir er öflugur línumaður og hefur verið langmarkahæsti leikmaður liðsins undanfarin ár. Í fyrra skoraði hann 88 mörk í 21 leik fyrir ÍH og stóð varnarleikinn með miklum sóma. Félagið lýsir mikilli ánægju með að Þórir hafi ákveðið að velja Gróttu.

Þórir lék sína fyrstu leiki fyrir Gróttu um helgina í UMSK-mótinu og stóð sig vel.