Íþróttafélagið Grótta auglýsir lausa tíma til útleigu í íþróttasölum sínum. Íþróttsalir félagsins skiptast í tvo sali. Stóra sal, sem er löglegur handboltavöllur og litla sal, sem er örlítið minni að stærð.

Útleigutímarnir eru tilvaldir fyrir félagahópa, fyrirtæki, saumaklúbba, stofnanir og aðra þá sem vilja stunda góða hreyfingu saman. Í sölunum er hægt að stunda fótbolta, blak, badminton, körfubolta og aðrar þær íþróttir sem henta.

Hver útleigutími er 50 mínútur og kostar leigan 5250 krónur í litla sal en 6300 krónur í stóra sal.

Þeir útleigutímar sem eru lausir til leigu eru eftirfarandi:

Stóri salur:
Mánudagar 22:30-23:20
Þriðjudagar 22:30-23:20
Miðvikudagar 21:40-22:30 og 22:30-23:20
Fimmtudagar 22:30-23:20

Litli salur
Þriðjudagar 22:30-23:20
Fimmtudagar 22:30-23:20
Laugardagar 15:00-15:50, 15:50-16:40 og 16:40-17:30
Sunnudagar 10:50-11:40, 12:30-13:20, 14:30-15:20, 15:20-16:10, 19:10-20:00, 20:00-20:50 og 20:50-21:40.

Áhugasamir hafi samband við Kára Garðarsson á netfangið: kari@grottasport.is. Fyrstir koma fyrstir fá.