Síðastliðið mánudagskvöld boðaði aðalstjórn þjálfara og stjórnarmenn allra deilda á sinn fund. Tilefnið var starfsemi íþróttafélagsins Gróttu nú í haustbyrjun. Frábær mæting var á fundinn og ljóst að það er mikill hugur í þjálfurum og stjórnarmönnum fyrir veturinn.

Farið var yfir ýmis mál sem efst eru á baugi í starfi félagsins um þessar mundir. Eins og kunnugt er þá annast Grótta nú rekstur íþróttamannvirkja. Eitt af málefnum fundarins var að fara yfir það hvernig sú vinna er hugsuð með aðkomu og framlagi allra sem koma að starfinu dag frá degi.

Á síðari hluta fundarins kom Páll Ólafsson, félagsráðgjafi inn á fundinn og ræddi við þjálfara og stjórnarmenn um mikilvægi jákvæðra samskipta. Mikil ánægja ríkti með skilaboð Páls og ljóst að allir fóru út af fundinum með gott veganesti.

img_0631

img_0637