Opnað hefur verið fyrir skráningu á nýtt styrktar – og þrekþjálfunar námskeið fyrir íþróttakrakka á aldrinum 8 – 13 ára. Námskeiðin verða 5 vikur og kennt er á miðvikudagskvöldum. Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 2. nóvember og standa til 30. nóvember í fimleikasal Gróttu.
Fyrir hverja: Námskeiðið er ætlað íþróttabörnum sem stunda aðrar íþróttir en fimleika
Markmið námskeiðs: Lögð er áhersla á styrktar og þrekæfingar sem auka líkamsvitund og efla grunnstyrk sem nýtist í hvaða íþrótt sem er. Unnið er eingöngu með eigin þyngd þar sem áhersla er meðal annars lögð á að efla miðjustyrk líkamans (core styrk) með æfingum fengnar úr fimleikaþjálfun. Þjálfun af þessu tagi bætir almennan líkamsstyrk og eflir íþróttagetu, auk þess að vera góð meiðslaforvörn.
• 8 – 10 ára, börn fædd (2006 – 2008) kl. 19:00 – 20:00
• 11 – 13 ára, börn fædd (2003 – 2005) kl. 20:00 – 21:00
Verð: 8.000 kr.
Þjálfarar: Anna Kristrún Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og Hildur Þórðardóttir fimleikaþjálfari.
Skráning fer fram inn á https://grotta.felog.is/