Opnað verður fyrir skráningu í Stubbafimi vorönn 2017 fimmtudaginn 1. desember fyrir börn fædd 2012 og 2013. Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið.

Námskeiðið er kennt á laugardagsmorgnum og hefst 7. janúar og er út apríl. Áhersla er lögð á grundvallarhreyfigetu og á að hafa gleði og gaman.

Skráning fer fram inn á grotta.felog.is og kostar námskeiðið 25.500 kr.

  • Börn fædd 2013 eru frá kl. 09:40 – 10:30
  • Börn fædd 2012 eru frá kl. 10:30 – 11:30

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin eru án foreldra í tímunum og ekki er leyfilegt að horfa á tímana.