Handknattleiksdeild Gróttu og Íslenska flatbakan standa fyrir Afreksæfingum Gróttu dagana 15. – 18.desember nk. Afreksæfingarnar eru ætlaðar iðkendum í 4. og 5.flokki karla og kvenna eða krökkum f. 2001-2004. Aðaláherslan á námskeiðinu er einstaklingsfærni.

Æfingarnar verða fimm talsins; á fimmtudeginum kl. 06:20-07:40, á föstudeginum kl. 17:15-18:30, á laugardeginum kl. 11:45-13:00 og kl. 16:30-18:00 og á sunnudeginum kl. 15:00-16:30.

Verð fyrir námskeiðið er 9500 kr.

Innifalið í verðinu er: Þjálfun í hæsta gæðaflokki, video-greining á hreyfingum viðkomandi (skot og finta hjá útileikmanni – skot úr horni og fyrir utan hjá markmanni) og fjölskyldumiði á einn af heimaleikjum meistaraflokks Gróttu í Olísdeildinni.

Aðalþjálfarar: Andri Sigfússon og Kári Garðarsson.

Gestaþjálfarar:
Ágúst Jóhansson – fyrrverandi þjálfari Gróttu og landsliðsþjálfari kvenna
Júlíus Þórir Stefánsson – leikmaður Gróttu
Þórey Anna Ásgeirsdóttir – leikmaður Gróttu og landsliðskona
Íris Björk Símonardóttir – markmannsþjálfari kvennaliðs Gróttu
Lárus Gunnarsson – markmaður Gróttu

Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi Gróttu, Nóra eða í síma 561-1133.