Aðalstjórn Gróttu í samvinnu við nýstofnað fræsluráð sem fulltrúar frá öllum deildum standa að stóð fyrir skemmtilegum fræðslufyrirlestri nú á dögunum. Það var Agnes Þóra Árnadóttir, íþróttanæringarfræðingur sem kom og hitti alla iðkendur í fimleikum, fótbolta og handbolta og fór yfir mikilvægi góðs mataræðis fyrir íþróttafólk.

Það voru um 200 iðkendur sem mættu á fyrirlesturinn ásamt töluverðum fjölda foreldra. Góður rómum var gerður að því sem Agnes Þóra fór yfir á fundunum sem voru alls fjórir talsins. Það er vonandi að iðkendur nái að tileinka sér þau heilræði sem gefin voru á fundinum.