Fimmtudaginn 29. desember kl. 17:30 fer fram árlegt kjör íþróttamanns Gróttu. Við sama tilefni verður íþróttamanni æskunnar veitt viðurkenning. Athöfnin fer fram í hátíðarsal Gróttu.

Félagsmenn allir eru hvattir til þess að mæta og fagna með okkar frábæra íþróttafólki eftir viðburðaríkt ár í sögu félagsins.