Gróttudagurinn verður haldinn laugardaginn 26. ágúst í tengslum við Bæjarhátíð Seltjarnarness. Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur með leik Gróttu og Þórs Ak. í Inkassodeild karla á Vivaldivelli.

Vegna veðurs hafa verið gerðar breytingar á útgefinni dagskrá og Gróttudagurinn færður verður að mestu leiti inn í Hertz-höllina.

Látum endilega berast að dagskráin hefur verið flutt inn.

Þetta kallar á smá breytingar á dagskránni – sjá hér fyrir neðan.

13-13:45- handbolta og fótboltaleikur meistaraflokkar félagsins keppa

13:45-14:45 þrautir deilda – fimleikadeild- handboltadeild- og knattspyrnudeild bjóða börnum og fullorðnum að taka þátt í að leysa ýmsar þrautir- stimpill fyrir hverja leysta þraut. – Hvaða hverfi nær flestum stimplum? Gróttubúðin opin og kaffisala á staðnum.

15.00 – Grótta – Þór á Vivaldivellinum – í hálfleik verður tilkynnt hvaða hverfi safnaði flestum stimplum