Kjör íþróttamanns Gróttu og íþróttamanns æskunnar fer fram fimmtudaginn 4. janúar kl. 17:30. Athöfnin fer fram í hátíðarsal Gróttu.

Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona var íþróttamaður Gróttu árið 2016 og Anna Katrín Stefánsdóttir handknattleikskona íþróttamaður æskunnar.

Árið 2017 hefur verið viðburðarríkt hjá Gróttu og því von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta á kjörið og heiðra okkar frábæra íþróttafólk.