Stelpurnar á yngra ári 4. flokks urðu Íslandsmeistarar eftir frábæran 14-10 sigur á Haukum í úrslitaleik í Safamýri 10. maí síðastliðinn.

Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir var valin maður leiksins en stelpurnar voru hver annarri betri og uppskáru sanngjarnan sigur.

Til hamingju!

Hér er vel útilátið myndasafn úr Safamýrinn. Að sjálfsögðu var Eyjó á bakvið myndavélina og festi leikinn og fagnaðarlætin í leikslok á filmu.

Þá má finna upptöku af leiknum á https://www.youtube.com/watch?v=ES08wmGgOsA