Skráning í Knattspyrnuskóla Gróttu er í fullum gangi en hún fer fram á grotta.felog.is. Fyrsta námskeiðið hefst daginn eftir skólaslit, þann 6. júní og síðasta klárast 3. ágúst, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi.

Knattspyrnuskólinn stendur yfir alla virka daga frá 09:00-12:00 á Vivaldivellinum en tekið er á móti börnunum frá 08:00.

Jórunn María verður skólastjóri knattspyrnuskólans og henni til halds og trausts verða Arnar Ax, Bjössi og Kristján Daði, þjálfarar deildarinnar, og Birna Rún, leikmaður meistaraflokks kvenna, ásamt efnilegum unglingum.