Handknattsleiksdeild Gróttu hefur gengið frá samningi við Einar Jónsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu næstu tvö árin.

Einar Jónsson ætti að vera öllum handboltaunnendum kunnugur en hann hefur þjálfað meistaraflokka í 13 ár, bæði á Íslandi og í Noregi. Einar varð Íslandsmeistari karla með Fram sem þjálfari tímabilið 2012-2013, Einar þjálfaði einnig kvennalið Fram og skilaði þar bikarmeistaratitli tvö ár í röð, árin 2010 og 2011.

Einnig náði Einar frábærum árangri með kvennalið Molde í Noregi meðan hann starfaði þar.

Við sama tilefni skrifaði Árni Benedikt Árnason undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu, Árni hefur spilað 200 leiki fyrir meistarflokk Gróttu og var fyrirliði Gróttu árin 2014-2017. Árni spilaði handbolta með Uppsala HK á seinasta tímabili

Frekari fréttir af leikmannamálum hjá karlaliði Gróttu má vænta á næstu dögum.