Meistaraflokkur karla eru taplausir í 7 leikjum í röð eftir 4-1 sigur á Kára á þriðjudaginn. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur um toppbaráttuna, en staðan í 2. deild karla er mjög spennandi um þessar mundir. Grótta er eins og stendur í 2. sæti, en efstu þrjú liðin eru öll jöfn að stigum. Næsti leikur drengjanna er fyrir Austan gegn Leikni F. laugardaginn 11. ágúst, en næsti heimaleikur er laugardaginn 18. ágúst gegn Hetti. Strákarnir eiga 8 leiki eftir og ætla sér upp um deild, því hvetjum við alla Seltirninga til að leggja sér leið á völlinn og njóta þess að horfa á skemmtilegan fótbolta undir stjórn Óskars Hrafns, Halldóri Árnasyni og Bjarka Má.
Gaman er að segja frá því að 11 uppaldir leikmenn Gróttu af 18 voru í hóp í leiknum gegn Kára og 6 þeirra í byrjunarliði!

Fleiri myndir sem Eyjólfur Garðarsson tók á leiknum má sjá á meðfylgjandi hlekki:
https://fotbolti.net/…/02-08-2…/myndaveisla-grotta-vann-kara