Það er mikið magn af fötum í óskilamunum í Vallarhúsinu. Þar leynast einnig skór, hjálmar, brúsar, bakpokar, nestisbox og teppi. Það hefur verið útbúin like-síða á facebook þar sem hægt er að skoða myndir af því sem er í Vallarhúsinu. Síðan heitir: Óskilamunir Vallarhús Grótta. Þar verða reglulega birtar myndir af fatnaði og fleiru sem gleymist á Vivaldivellinum eða í vallarhúsinu.  Biðjum Seltirninga um að fylgjast með á síðunni og kíkja á óskilamuni í Vallarhúsinu áður en það er farið með góssið í Rauða krossinn.