Fyrir glæsilegan sigurleik meistaraflokks karla í knattspyrnu á Vestra var samningur Gróttu við Errea framlengdur til næstu fjögurra ára. Þetta þýðir að allir iðkendur fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar klæðast áfram búningum frá Errea næstu árin.

Mikil ánægja hefur verið með samstarf Gróttu og Errea en samstarfið hefur staðið frá árinu 2008. Errea hefur verið leiðandi fyrirtæki á Íslandi í búningamálum undanfarin ár og hefur ávallt veitt Gróttu góða þjónustu á undangengnum árum.

Á meðfylgjandi mynd má sá Þorvald Ólafsson framkvæmdastjóra Errea og Braga Björnsson formann aðalstjórnar Gróttu við undirritun samningsins.